Nú (17.nóv) hafa heil 35% gerst sek um að svara þessarri könnun: Er hægt að vita eitthvað með vissu? með því að segja nei. Þetta er augljós mótsögn, spáið aðeins í því. Meirihlutinn hefur talað og hann hefur augljóslega rangt fyrir sér.

Ég vil að þeir sem svöruðu með nei, svari þessari litlu spurningu:
Hvernig geturu vitað með vissu að ekki sé hægt að vita neitt með vissu?