Ég var að spá af því að ég var að lesa greinina hans Rapport um “Fullkomnun og lífíð”, hvað er “Fullkomnun”? Það nálægasta sem ég hef nokkurn tíman heyrt talað um “Fullkomnun” var að einhver (man ekki hver) gat teiknað “Fullkominn” hring. Hvað er “Fullkomið”, hvað er svo gott eða slæmt að það geti ekki batnað eða versnað á nokkurn hátt? Hvað í þessum heimi er til sem ekki getur á nokkurn hátt orðið betra en það er, semsagt “Fullkomið”? Eða er ég eitthvað að misskilja meininguna á bakvið þetta orð “Fullkomnun”? Hvað finnst ykkur vera “Fullkomnun” og hvaða dæmi getiði nefnt mér um það. Endilega ef þið vitið um eitthvað sem þið teljið “Fullkomið”, segið mér frá…..