Ég er bara að spá í einu… við erum svo viðbjóðsleg lítil hérna í alheiminum, og mér finnst hugsunin svo ógeðslega pirrandi að ég á aldrei eftir að finna út hvað er þarna lengst útí geimnum og allt hitt lífið sem lifir þar og allt það óþekkta. Reyndar verð ég líka svo klikkaður við að hugsa um dauðann og svona. Það er eins og ég geti ekki beðið eftir honum ég er svo fuckin forvitinn. Er ég sá eini eða? Einhver góð ráð við þessu?

Bætt við 25. mars 2007 - 22:43
Ef það væru 15 metrar milli sólar og jörðu þyrftum við að fljúga til afríku til að komast til nálægasta stjörnu. Það gerir okkur ennþá minna. Afhverju erum við svo lítil? Eða erum við stór? Við vitum ekkert hvað er inní efninu sem kvarkar eru búnir til úr osf… Kannski er menning einhvers staðar þar?