Allt líf er búið til úr dauðum atómum. Vísindamennirnir eru komnir með niðurstöðu um hvernig líf hefur orðið til úr dauðum hlutum, og geta bráðum búið til líf ur dauðum hlutum. En það sem mér finnst alveg rosalega skrýtið og ólógískt, er það að við erum á lífi. Mér finnst það mjög skrýtið að ég get hugsað og allt það, en samt er ég bara búinn til úr dauðum hlutum. Þetta meikar ekki alveg sens. Er þá kannski ekki líklegt að sé til einhvers konar sál eða eitthvað yfirnátturulegt sem vísindamennirnir eru ekki búnir að finna?

Ef þið hafið hugmyndir um hvernig þið getið lifað eins og þið gerið og hugsað eins og þið gerið, fundið fyrir hlutum og séð hluti, og samt vitað það, endilega komið með þá.