Ég var að hugsa um eitt lag með Bustah Rhymes í dag þar sem hann segir “If I can´t be part of the greatest, I got to be the greatest myself”.

Ég fór að hugsa t.d. hvort það sé í raun betra að vera hluti af einhverri heild sem vegnar vel og það fer kannski lítið fyrir manni eða þá hluti af heild þar sem maður stendur upp úr. Vill maður vera á bekknum í úrvalsdeildarliði eða fyrirliði í fyrstu deild? Sýnir það lítinn metnað ef maður fer í “slakari” skóla en námshæfileikar manns ráða við ef maður kemst í Gettu Betur liðið? Verður maður þó ekki sjálfur betri ef maður er hluti af “betri” heildinni? Eða hvað finnst ykkur?
If at first you don't succeed, then skydiving is definitely not for you.