Það þekkja allir orðaleikinn(brandarann) með endalausa brauðið. Þeir sem eru heimspekingar geta fattað strax að það getur ekki verið endalaust(þ.e.a.s með engann enda) því að um leið og endinn er skorinn af, þá er brauðið komið með nýjan enda.

Ég ætla að leggja fram þessa kenningu og er hún þannig að heimurinn er ekki endalaus eins og almennt er sagt. Það er mismunandi hvernig við skilgreinum endalaust en samkvæmt mínum skilningi er endalaust eitthvað sem endar aldrei. Í raun og veru á allt sér enda, það er bara alltof stórt á miðað við okkar skilning. Við getum ekki séð endann á alheiminum og því er hann taldur endalaus og sama mætti segja með talningu(telja frá einum og upp í “endalaust”) en þar er málið það að við getum ekki verið nógu fljót að telja en tölurnar eru að myndast.

Þetta eru sko kenningar úr mínum eigin haus en ég veit ekki hvort þetta hefur verið nefnt áður þannig að ekki böggast í mér varðandi það.<br><br>—-Fragman——-
Það er eitt sem vefhönnuðir ættu að hafa í huga:
“The user is not designed for the page, the page is designed for the user”
-<a href="http://www.svavarl.com“ target=”fragmanhomepage">Fragman</a>, 2001