1. Er hægt að herma eftir einhverri annarri persónu svo mikið, að maður hættir hreinlega að vera maður sjálfur?
Ef svo er, hvenær hættir maður að vera maður sjálfur og byrjar að vera eftirlíking af hinni persónunni?
segjum svo líka að þetta sé þráhyggja og maður gæti hreinlega ekki bara hætt að herma eftir hinni persónunni, að herma eftir hinni persónunni væri líf þitt. Í styttra máli: Er hægt að vera einhver annar?

2. Er hægt að missa allan vilja að stjórna sér sjálfur og láta einhvern annan stjórna öllum aðgerðum þínum?
Eins og ég myndi ættleiða barn og banna því að gera nokkurn skapaðan hlut nema ég gefi því leyfi og það megi bara gera það sem ég segi því að gera. Væri það barn það sjálft eða væri það bara vél af eitthverju tagi?

3. Ef ég myndi gera allt eins og ég myndi ekki gera venjulega, heldur myndi ég neyða sjálfan mig í að velja andstæðan kostinn, væri ég í rauninni ég eða væri ég andstæðan af mér ?