Núna skulum við ímynda okkur að það sé annar heimur bak við spegilinn þinn á baðherberginu. Og það er gaur eða kona sem lítur alveg út eins og þú og gerir alveg það sama og þú gerir, og meira að segja hugsar það sama og þú. Hann er þá einmitt núna að lesa þennan kork, og hann var líka að velta sér fyrir því hvort að væri annar heimur bak við spegil sinn. Semsagt “paralell universe” eða eitthvað svoleiðis, EN hann er “mirror sided”. Semsagt smá öfugur. Til að sanna að það sé ekki heimur bak við þennan spegil þurfum við að gera tilraun. Við þurfum að gera eitthvað sem við VITUM að muni ekki gerast bak við spegilinn ef það er mirror sided “paralell universe” bak við hann.

Hvað gætum við gert sem að mundi valda því að spegillinn ekki mundi bregðast við eins? Fyrir utan að nota hraða ljóssins og brjóta spegilinn?

Þetta eru svoldi snúnar pælingar en mér fannst það áhugavert útaf því þegar ég stara lengi á sjálfann mig í spegil (dónt ask whæ) þá fæ ég svona creepy tilfinningu og finnst ég vera að horfa á einhvern annan, eða ég þekki bara sjálfann mig ekki.