Jæja núna hef ég verið að pæla hvað gerist ef maður labbar aftur á bak aftur á bak, labbar maður þá ekki áfram? Ég hef rökrætt þetta lengi við vin minn sem vill halda því fram að það sé einfaldlega ekki hægt að labba aftur á bak aftur á bak.
Enn ég nýtti mér heim stærfræðinnar til að sanna þessa kenningu mína…Ýmyndum okkur að labba áfram sé = X þá hlýtur að labba aftur á bak að vera =-X samanber talnalínu. Og svo að labba aftur á bak aftur á bak hlýtur að vera að labba aftur á bak í öðru veldi? Þá yrði jafnan svona=

(x**2) = öðru veldi

(-x)**2 =
-x * -x =
x**2

Þannig að þetta verður í raun plús tala þannig að þá værir þú að labba áfram… eða er ég bara að bulla? Vildi gjarnan fá ykkar skoðun á þessu máli.