Gleði, sorg, reiði, hatur.
Þetta er ekkert nema tilfinningar sem koma fram þegar heilinn gefur frá sér ýmis efni eins og serótín.
Þannig að tilfinningar eru ekkert nema ákveðin víma.
Ef einhver er þekktur fyrir að vera oft glaður, hlæjandi eða reiður þá er kannski vitlaust að segja að hann sé að persónuleika reiður eða glaður. Hann/hún er bara viðkvæmur/viðkvæm fyrir ákveðnum efnum. Svo að það eina raunverulega við okkur eru hugsanir okkar og gjörðir. Eða hvað finnst ykkur ?