Það er orðið ansi þreitandi allar þessar endalausu pælingar og staðhæfingar um guð sem koma hingað, og sem maður heyrir líka í daglegu lífi.

Í rauninni er hægt að finna mjög einfalt svar á öllu þessu.
Ef þú ert að íhuga hvað guð sé í raun og veru, þá hlítur þú að trúa á hann og vera kristinn.
Ekki vera þá að röfla hérna, koma með heimskulegar spurningar svo fólk fari að rífast. Farðu bara og finndu þér bilbíuna og LESTU. Í henni stendur allt um guð. Þá verður öllum þínum spurningum svarað.

Ef þú trúir ekki á guð, þá hefur þú enga ástæðu til að vera að röfla um þetta, vertu ekkert að pæla í þessu.

Ef þú veist ekki hvort þú eigir að trúa á kristni og guð, LESTU þá biblíuna og þá geturu ákveðið þig hvort að boðskapurinn í henni höfðar til þín.

Auðvitað er ekkert að því að vera að pæla í þessu. En í staðinn fyrir að vera endalaust að koma með mismunandi spurningar, en samt svo líkar um þennan guð almáttuga, þá er auðveldast að lesa bókina þar sem allt um hann stendur, og þá færðu beint og ákveðið svar.

Bætt við 11. desember 2006 - 18:02
Ég bendi á að ég er að tala um þann Kristna Guð og bara hann. Hvern annan ? Hann er sá eini Guð sem sagt er frá í Kristni og Biblíunni.
Verið ekki það heimsk að halda að ég sé það heimsk að vita ekki að auðvitað eru til aðrar trúr og Guðir. Ég er að tala um kristni og enga aðra trú !!!