Ég er með svona skrýtna hugmynd sem líkja má við the Matrix.
Ef við værum nú í rauninni mjög háþróaðar lífverur, sem ættu ekkert lengur til að uppgvöta, ekkert til að kanna og það væri ekki lengur tilgangur með neinu, hvað myndum við gera til að stytta okkur stundir, til að gefa lífinu tilgang ?
Hugsum okkur nú að þú sérst svoleiðis lífvera. Þú tengir heilann þig við ákveðinn draumaheim svo þú gleymir öllu um líf þitt á meðan þú ert í draumaheiminum. Þú fæðist sem þú og manst ekkert um þitt raunverulega líf á meðan. Þú lifir lífinu og svo eftir mörg ár þegar þú ert að fara að deyja færðu skrýtna tilfinningu. Síðan deyrðu og þú sérð hvítt ljós og sérð stóra rauða stafi fyrir þér :“ GAME OVER ”. Þú ferð aftur í þitt raunverulega líf og nú manstu eftir öllu. Eftir smá stund kemur maður og segir “ Var gaman ? ”