Ég er hér eiginlega bara að endurtaka margar spurningar og pælingar um alheiminn, uppruna þess, og raunveruleikann. Þið eruð eflaust búin að hugsa um þetta margoft, en ég ætla samt að skrifa niður nokkrar hugsanir sem ég hef pælt í sjálfur.

Alheimurinn myndaðist við Big Bang. Og kannski hefur verið mörg Big Bang á undan því sem við þekkjum núna.

En síðan er það spurningin. Eitthvað sem er til, getur ekki hafa verið til endalaust, það hlýtur að hafa verið búið til, breyst, eða bara orðið. Síðan er það alheimurinn… Ef það er hlutur, þá getur það bara ekki hafa verið til endalaust. Það bara meikar ekki sense. Þegar ég tala um alheiminn, þá er ég að tala um bókstaflega allt. Ég er ekki bara að tala um þetta sem við þekkjum. Ég er að tala ALLT. Guðir, aðrir víddar, draugaheimar, YOU NAME IT. Áður en þetta varð til hlýtur að hafa verið EKKI NEITT. Ekki neitt litið eða risastórt tómrými, ekki pínkulítil kúla með einhvern massa, ekki bara svart, EKKI NEITT. Þegar ég segji að EKKI NEITT hafa verið til, þá er ég að meina allstaðar eins og ég dfsagði áðan. Þetta ekki neitt getum við ekki hugsað okkur hvað er. Ég hef reynt margoft. Reynið að hugsa ykkur það. Bara ekki hægt. Og hvernig i fjáranum getur eitthvað bara hafa orðið til? Semsagt meikar ekki sens. Eitt trikk er þó að horfa á að horfa eins langt upp i loftið og þú getur með augun, semsagt reyna að horfa á sjálfann þig aftan í hausinn (án þess að hreyfa hausinn), og gá hvað það er sem er fyrir aftan það svarta. Ekki neitt! Sam

Síðan er það nátturulega alheimurinn eins og við þekkjum hann í dag. Eins og einhver náungi hér um daginn póstaði þráð um alheiminn. Hvernig getur alheimurinn verið endalaus? Ef það skyldi vera veggur, hvað er fyrir utan þann vegg, og fyrir utan þann vegg, osf. Þetta meikar heldur ekki sens.

Dauðinn. Hlut sem flestir hugsa um á hverjum degi. Heldur ekki hægt að skilja.
Við erum á lífi. Kannski ekki mjög margir sem hafa lifað sig inn í þessa hugsun, en ef þú pælir í því, er það ekki alveg ÓTRÚLEGT fyrirbæri að ÞÚ sér á lífi?? Ég meina. Það meikar heldur ekki fuckin sens!! Hvernig getur hugirinn þinn bara hafa ORÐIÐ til eins og allt annað? Finnst þér þú ekki vera svolítið sérstakur? Varla geturðu ýmindað þér að einhver annar sé í sömu sporum og þú, á lífi! Geturðu ýmindað þér hvernig hlutir væru ef þú værir ekki til? Creepy.

Þetta sem ég hef talað smá um núna, er lífið sjálft, og allt það sem er. Ekkert meikar sens. Við vitum ekki neitt! Við bara erum! Við höfum ekki einu sinni stjórn! Við eigum öll eftir að deyja einhvern tímann og það er ekkert sem við getum gert í því, nema að rocka on og lifa lífið.

Kannski er meiningin að við eigum ekki að skilja neitt? En nei, biddu við, það var einu sinni til EKKI NEITT! Bara meikar ekki sens!

Gerir þetta allt ekki raunveruleikann, sem við þekkjum hann í dag, mjög óraunverulegann ef þið spáið í því?

Núna veit ég bara ekki hvað ég á að segja meir… En þetta með lífið, ef ég spái of djúpt í þessu, þá fæ ég svona creepy shock tilfinningu. Veit ekki afhverju, en það er eins og ég sé að komast að einhverju.

Segjið mér nú hvað ykkur finnst :]