Hvað er list?
Er fólk hér á því að list sé tjáning?
Hvernig getur það verið? Ég myndi segja að list (ef hún er á annað borð til) gæti einungis átt við um hugarstarfsemi, þeas að hún væri þá “bara” frumleg og skapandi hugsun. Hugtakið “List” ætti ekki að geta á við um tilfinningar? því kommon, skapandi tilfinningar?
Og varla getur maður sagt að hugsanir séu tjáning?

Þannig mínar skoðanir í augnablikinu eru að list sé ekki tjáning.
Þó það sem við köllum “listaverk” verði að teljast það, en það er spurning hvort þessi verk geti í raun innihaldið þetta“list” Því sama hvernig maður lítur á það þá eru þessi verk eftirmyndir.
hmmm… kannski er orðið “listaverk” bara heiti yfir þær gjörðir okkar sem hafa í raun ekkert gildi……ég
meina eitt af því fáa sem virðist vera hægt að fullyrða um list er að hún er EKKI
PRAKTÍSK. kannski eru þessar gjöðir einhverskonar “afgangsaðgerðir” þaes
verið er að tjá restina eða leyfarnar af einhverri hugsun eða tilfinningu,
listaverk eru þá einhverskonar eftirstöðvar…hehe

Einnig efast ég um að hægt sé að verða fyrir listrænni upplifun, enda getur maður orðið fyrir samskonar upplifun með því að horfa á fallegt sólarlag og að dást að málverki, upplifun á fegurð í því tilfelli held ég.

List held ég að sé ekki til sem áþreyfanlegur hlutur.


…..nuts