Ég ætla hér að skrifa niður mínar pælingar og hugsanir sem maður þarf alltaf að velta sér uppúr.

Heimurinn endalaus:

Ég segji Nei. Þá spyr fólk ef til vill hvað er bakvið endan en málið er að þar er nákvamlega ekki neitt, minna en ekki neitt. Heimurinn er á sífellri útvíkkun og hættir ekki fyrr en hann kemmst ekki lengra.

Þegar heimurinn er kominn á sinn endasprett(þegar hann getur ekki stækkað meira). Dregst hann aftur saman. Þessi kenning er fræg. Miklikvellur eins og hún er kölluð gerist á miljóna fresti og þá eiðist allt sem heimurinn hefur búið til. Heimurinn er eins og ein stór stjarna sem er svo þétt að hún er við það að sprynga.

Árþúsundir líða og þá allt í einu kemur svaka sprengja og ný efni myndast og þeytast út. Nýjar plánetur verða til og ef svo heppilega vill til verður aftur líf á í heiminum. Kanski eftir næsta miklakvell verður ekkert líf en þar næsta verður líf. Þið þurfið nú samt ekki að hafa áhyggjur af því það er nokkuð langt í næsta Miklakvell(tel ég).


Líf á annari plánetu.

Það er næstum alveg víst að það þrýfst líf á annari plánetu en málið er að við munum nú aldrei fá að sjá það, sama hversu mikið við leitum. Það er ekki einu sinni víst að við munum komast úrúr sólkefrinu okkar. Við höfum ekki einu sinni komsti til Plútó.

Lífið sem gæti verið á annari plánetu er örugglega og pottþétt auðruvísi en hér. Það eru ekki menn sem labba þar. Það gætu bara verið nokkrar bakteríur eða kanski risastóar lífverur með allt auðruvísi lífsskylirði. Það skiptir okkur ekki svo miklu máli því við verðum löngu, löngu dáinn þegar það gerist.


Munu tölvur geta talað við okkur:

Mér datt í hug að setja þessa heimsu hugmynd hér á fyrir það fólk sem heldur að það muni nokkurn tíman gerast. Tölvur eru voðalega heimskar. Allt sem þær gera hefur verið búið til af öðru fólki. Þetta er eins og að búast við því að dótakall muni geta talað(rökrétt) við þig. Talvan mun aldrei geta hugsað án þess að eitthver hafi fattað það. Talva getur ekki fengið sjálfstæðan vilja og fundið upp hugmyndir og skapað nýja hluti án þess að eitthver annar hafi undið uppá því á undan. Svo gleymiði þessari kenningu því hún mun aldrei gerast. Talva fer efitr merkjum (on & off(0 & 1). Það þarf að búa til aðruvísi tölvu til að gera betur en það sem núna þegar getur gert.

Ég þakka fyrir mig og ef þið hafið spurningar um textan viljiði frekar benda mér á það sem ykkur fynnst en ekki skýta yfir mig ;) takk fyrir.