Ég hefi orðið var við nokkra umfjöllun um fiskveiðistjórnun Íslendinga og það hvort hún sé réttlát eða ranglát. Gthth vísaði á grein Atla Harðarssonar, sem telur það ekki berlega ranglátt (skoðanabróðir Hannesar Hólmsteins um það), en Þorsteinn Gylfa, Vilhjálmur Árna og fleiri telja það ranglátt. Hvað telja menn hér? Er það ranglátt? Af hverju?