Jæja, ég er fastur. Við höfum gert okkar eigið líf heilagt til að láta okkur vera mikilvæg. Mannslíf er heilagt, líf gæludýra er heilagt en ekki skordýr, bakteríur né eitthvað sem að við neytum til matar. Að vera fæddur á að gera mann heilagan og á maður að bera virðingu fyrir lífi… vissra tegunda.

En eins og í búddisma, allt líf er tengt, allt líf hefur eitthvað hlutverk í þessum polli lífs. Ég á mjög erfitt með að sjá hlutverk glæpamanna og sníkjudýr samfélagsins… ja og aðrar tegundir sníkjudýra. Eru þau til að halda ráðandi tegundum niður svo að jafnvægi er? Er eitthver kraftur sem að á að stjórna náttúrunni? Ef svo er… djöfulli gengur illa með að halda mannkyninu í skefjum.