Því miður þá er blinda fráhvarf sjónar, þetta tvennt er mutally exclusive, semsagt þú getur ekki verið blindur ef þú sérð og þú getur ekki séð ef þú ert blindur. Þarf ekkert að ræða það frekar.
En það sem þú ert að velta fyrir þér er skynjunin hjá blindu fólki almennt, því margir blindir hafa heilastöðvarnar í lagi. Sjónbörkur er lagskiptur og helstu lögin eru 6, frá V1 til V6. V1 stjórnar mestu og er það sem tengir sjónina við minnið okkar eða “meðvitund”.
Það er til fólk með svokallaða blindu-sjón sem er furðulegt fyrirbæri, það sem hefur gerst er að sjónsvæði V1 er laskað svo það virkar ekki vegna heilablóðfalls eða annars og viðkomandi sér ekki. En hér kemur hið magnaða ef einhverju er hent í fólkið þá getur það brugðist við því eins og það sæi þrátt fyrir að neita því að sjá. Það er eins og það sjái án þess að sjá, hehe :)
Nenni ekki að útskýra betur núna, endilega spyrjið eða gagnrýnið.
Halldó