Hæ!
Mér datt í hug að birta hér nokkur spakmæli sem rituð eru í bók sem er í minni eign. Bókin nefnist Viska fyrir okkar öld og er hin fínasta bók. Gjörið svo vel:

,,Að elska er að hætta á að hljóta ekki ást á móti,
að vona er að hætta á vonbrigði.
En áhættuna verður að taka, því mesta áhættan í lífinu
er að hætta aldrei á neitt.
Sá sem hættir ekki á neitt, gerir ekki neitt,
sér ekki neitt, á ekki neitt og er ekki neitt.
Hann getur ekki lært, fundið til, breyst, vaxið, elskað og lifað.´´ - Óþekktur höfundur

,,Ég á ekki von á að ganga
lífsleiðina nema einu sinni.
Gefist mér tækifææri til að
vera góður eða gera samferða-
manni greiða, lát mig þá
gera það núna, ekki fresta því
eða láta það ógert, því ég
mun ekki fara þessa leið aftur´´ - William Penn (1644 - 1718)

,,Velgegni virðist oft vera einfaldlega
að þrauka eftir að aðrir hafa gefist upp´´ - William Feather

,,Vertu staðfastur í lífinu, eins og klettur í hafinu,ótruflaður og óhreyfður af brimöldum þess´´ - Hazrat Inayat Khan (1882 - 1927)

,,Taktu þér tíma til að vera vingjarnlegur - Það er leiðin til hamingjunnar.

Taktu þér tíma til að dreyma - Það er leiðin til stjarnanna.

Taktu þér tíma til að elska og vera elskaður - Það eru forréttindi guðanna.

Taktu þér tíma til að líta í kringum þig - Dagurinn er of stuttur

til að vera sjálfselskur.

Taktu þér tíma til að hlæja - Hlátur er tónlist sálarinnar.´´ - gamall enskur orðskviður

Gleðilega hátíð!