Ég vakna á hverjum morgni núna, finn fyrir gíðarlegum kvíða…. af hverju…
Mér finnst lífið ekki þess virði að lifa fyrir, mér finnst ég ekki hluti af þessu lífi, ég fell ekki inn í eins og flest aðrir, ég er einn, var einn og mun alltaf vera einn, sama hversu marga vini ég mun eignast, og sama hversu mörgum ég mun kynnast, ég verð annað hvort að sætta mig við það… eða ekki….
Ég vil ekki stoppa, ef ég stoppa, þá byrja ég að hugsa, hugsa eins og núna, hugsa út í tilgang lífsins, hugsa hvort það sé rétt sem maður er að gera, hvort ég muni einhvern tímann vakna loksins og hætta að hugsa svona, hætta að vera svona dramatískur, hætta bara að lifa?

Maðurinn veit ekki sinn tilgang í lífi sínu, en að vissu leiti hef ég hugsað djúpan drag út á hvað allt gengur, og er ég kominn á það stig að ég hef hugsað of mikið, ég veit ekki hvað er í gangi með mig, mér finnst ég vera að missa vitið, hvað er rétt og hvað er rangt? hvað er 1+2 í alvörunni? hvað er alvaran? hvað er lífið fólk???