Hvað er líf ?


Ég ætla að reyna að svara þessu bara svona til gamans, það hefur verið reynt svo oft að mig langaði að prufa, gá hvort ég gæti það :)

Líf gæti verið allt það sem maður gerir þegar maður er á lífi. ….Líf er eithvað sem er ekki dautt….. Það gæti þýtt það að það sé mikið líf í einhverjum bæ, sem sagt mikið að gerast í þessum tiltekna bæ. Þá komum við aftur að því að líf er það sem maður gerir í lífinu (þegar maður er á lífi) . Það getur ekkert líf þrifist án Sólarinnar, er þá ekki eðlilegt að kalla hana líf ? Eða við getum frekar kallað allt það sem þrífst vegna Sólarinnar (allt það sem getur ekki lifað án Sólarinnar) líf.
Það væri líka hægt að segja að líf kviknar þegar barn myndast í móðurkviði. Alveg eins væri hægt að segja um allar aðrar lífverur. Lífið myndast þegar lífveran myndast, hvernig sem það gerist (í eggi, kviði eða á annan hátt) og svo deyr lífið, þá er ekki lengur líf í þessari lífveru, en þetta er samt einhvers konar hlutur en ekki “líf”vera. Líf er eins og einhver eiginleiki sem allir hlutir hafa sem kallast lífverur. En svo hverfur þessi eiginleiki þegar lífveran deyr, þá verður hún aftur að hlut, t.d mold eða þess háttar.



Endilega segið ykkar álit á þessari grein