Pælingin er semssagt svona:
Ef þú ert með auðan rúbríkskubb (semsagt allir fletir auðir) geturðu raðað litunum þannig á hann að það sé ómögulegt að gera hann ‘fullkominn’?
(Gefið að maður noti bara 6 liti, jafn marga hliðum kubbsins)

Ég held að það sé ekki hægt.
Þú getur snúið hverjum hluta kubbsins um 3 ása, og fengið allar mögulegar litasamsetningar á hvern flöt, og þarafleiðandi er hægt að gera hann ‘fullkominn’ úr hvaða ástandi sem er. (Ég ætla ekki að tjá mig um hversu auðvelt það er …)

Hvað haldið þið?