Smá pæling um himnaríki og helvíti…
ef þessir staðir eru til.
Himnaríki á að vera eilíf hamingja eftir dauðann, umbun fyrir að hafa verið góð fyrir dauðann. En umbunin er til þess að láta mann vita að maður hafi gert rétt svo maður geri rétt aftur næst. En það er ekkert ‘næst’.
Sama með helvíti. Eilíf refsingu en það passar samt ekki því refsing er til þess að maður bæti sig næst. En það er ekkert ‘næst’.
hver er þá tilgangurinn með þessum stöðum?

Svo langar mig líka að bæta við um gott og slæmt :P
Ef allar manneskjur væru heiðarlegar og engin væri sjálfselskur, allir góðir við hvort annað og svo framvegis… Þá myndi það enda með offjölgun manna, og það myndi enda með heimsendi. T.d. myndi jörðin þjappast saman undan þunganum með þeim afleiðingum að jörðin springi eða eikkhvað álíka. Eða að fólk myndi deyja úr hungri eða jafnvel súrefnisskorti því það væri ekkert pláss fyrir plöntur.
Þá er ég komin að þeirri niðurstöðu að það slæma við fólk sé í rauninni til góðs.


Vil helst fá eikkverja gagnríni útá þetta … :P