Ég var að hugsa eða pæla og komst að skelfilegri niðurstöðu sem er búin að gera mig mjög daprann síðustu dagana.

Eilífðin, hún er endalaus, sem er ekkert nýtt, en ég fríkaði dáldið þegar ég fattaði þetta, því hvað á maður að gera endalaust, ef eilífðin er endalaus þá hlýtura maður á endanum að vera búinnað gera allt sem hægt er að gera.

Ég er kristinn og fermdur en samt á ég eitthvað erftitt með að trúa þessu öllu, að maður fari til himnaríkis.

En hvað svo ef ekkert af þessum trúarbrögðum er til, þá deyr maður kannski, og verður að engu, gleymir öllu, verður bara dauður og grafinn og minnislaus að eilífðu, semsagt endalaust.

Sem suckar.

Mikið.

Míg langar að gleyma þessum pælingum og vera bara glaður en það er svo erfitt þegar maður er með þetta á heilanum 24/7.

Kannski eru fleiri sem hafa pælt í þessu.

Þetta er dáldið scary finnst mér.