Skemmtileg staðreynd að hugmyndin kom fyrst fram seint á 17. öld en kvennréttindabarátta hófst ekki fyrr en einvherjir hátt settir kallar sáu það út að það væri hagstætt að setja konur líka á vinnumarkaðinn. Mér hefur alltaf fundist gruggugt hvað fáar konur eru yfirmenn en hvað margar konur vinna samt sem áður, bæði við barneignir og á vinnumarkaði.

Er feminismi ekki bara hentistefna karlrembna?

Ég hef lesið um þetta of oft, heimspekistefnur passa bara of vel við efnahag þesstíma. Kemur hagfræðin ekki alltaf fyrst, viðurkenning hugmyndarinnar og barátta fyrir henni svo? Ef svo er, er þá heimspeki ekki best sett sem aukafag fyrir hagfræðinga og stjórnmálafræðinga, annars mun hún aldrei hrófla við neinu eða gera neitt.