Ég vil byrja á því að taka það fram að ég er ekki viss um að þessi grein eigi heima undir þessu áhugamáli, en mér þótti þetta þó líklegast, enda mjög heimspekilegar pælingar.



Oftar en ekki hef ég, og eflaust aðrir, heyrt fólk taka svona til orða og þá einkum þegar eitthvað er sagt vera alveg eins. En því miður eru ekki allir sem vita að mikill munur getur verið á kúk og skít. Þetta má útskýra með einni einfaldri setningu sem hljóðar svo:
“kúkur er alltaf skítur en skítur þarf ekkert endilega að vera kúkur.”
Tökum dæmi: Eldavél er ekki þrifin lengi og skítur sest í kantana á henni, ekki kúkur.
annað dæmi: fólk getur verið skítugt þó það hafi kannski bara misst niður á sig kaffi.

Þetta sannar vonandi að það er mikill munur á kúk og skít og vona ég því að menn hætti að nota þetta máltæki, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Mér þótti ekki við hæfi að hafa mynd með þessari grein.