Setningin “ég lýg alltaf” er töfrasetning.

Ef einhver sem lýgur alltaf segir: ,,ég lýg alltaf“ þá er hann að segja satt, en ef hann er þá að segja satt og segir: ,, ég lýg alltaf” þá er hann að ljúga því. Svo hann lýgur stundum.

Ef einhver sem segir alltaf satt segir: ,,ég lýg alltaf“ þá er hann að ljúga, ljúgi hann, segir hann ekki alltaf satt og þá lýgur hann stundum.

Ljúgi einhver stundum sem segir: ,,ég lýg alltaf” er hann að ljúga.



Í heimi þar sem gefið er að allir annaðhvort hafi alltaf rétt fyrir sér eða alltaf rangt fyrir sér, gæti ljótur maður sagt: ,,Fallegt fólk hefur alltaf rétt fyrir sér og ljótt fólk hefur alltaf rangt fyrir sér."

Hafi hann rétt fyrir sér, er þetta rétt og hann er í raun fallegur en hafi hann rangt fyrir sér er þetta öfugt. Sem sagt ljótt fólk hefur alltaf rétt fyrir sér og fallegt fók hefur alltaf rangt fyrir sér. Samkvæmt því er hann samt fallegur því hann hafði rangt fyrir sér.

Þar sem í okkar heimi er ekki gefið að allir hafi annaðhvort rangt fyrir sér eða rétt er algerlega ómögulegt að sanna hvort maðurinn er í raun ljótur eða fallegur án þess að sjá hann.



Allt fer á endanum í hring.