“Þeim mun vitrari sem þú ert, þeim mun hamingjusamari verður þú einnig.”
Platon (427-347 f.Kr.), Sókrates í Karmídesi

Ég verð nú bara að segja að ég er ósammála þessu.
Ég ég held að geti leyft mér að segja, án þess að vera eitthvað að monta mig, að ég er kannski aðeins yfir meðallagi hvað varðar ‘hugsunargetu’, og ég er ekki hamingjusamur með það.

Sömuleiðis þegar ég fer að skoða þetta í víðara samhengi, þá sé ég að allir þeir sem ég þekki sem gætu talist “gáfaðari en flestir” eru ekki hamingjusamir.

Þarna er náttúrulega hægt að skjóta mann fyrir að skilgreina ekki hvað “hamingja” er, í sjálfu sér.

Er hamingja eitthvað sem maður öðlast með því að hugsa nóg, eða er hamingja “gleði þess sem veit ekki” ?

Forvitni er oft talin fylgja gáfum.
(Forvitnin drap köttinn. :)

Gáfað fólk virðist hafa áhuga á því að þekkja og skilja hlutina, og það virðist hafa tilhneigingu til þess að hugsa mikið og verða þunglynt. (Nema með ‘hjálp’ hugmyndakerfa eins og trúarbragða)

Ég myndi ekki kalla þetta hamingju.
Segið mér, eruð þið hamingjusamir/ar?