Hmm, eitthvað er fólk greinilega að misskilja spurninguna. Ef x, þá y. Ef ekki x, þá ekki y.

Ég skal setja eitthvað í staðin til að fólk skilji betur.


Ef maðurinn borðar úraníum, þá deyr hann. Ef maðurinn borðar ekki úraníum, þá deyr hann ekki.

Hvernig getur þessi röksmedarfærsla verið röng? Ok hún er á vissan hátt röng því það gæti komið galvaskur ninja kappi og drepið hann þótt hann borði ekkert úraníum. En þá erum við komnir út fyrir ramma x og y og fáum inn nýjan möguleika.