Hvað er annars að frétta mar hefur verið svo rólegur sjálfur að mar hefur ekki nennt að gera neitt nema sitja heima og lesa, og velta fyrir sér heimsgátunum og svoleiðis dót.

Ég var í Orlando, þarna úti,… Þetta er ein vonlausasta borg sem til er, þeas ef þú nennir ekki að fara í búðir eða að hanga í einhverjum túrista görðum eins og Disney og þess háttar rugli.. eitt risastórt úthverfi.. mar fær alltaf á tilfinninguna að mar sé á miðri leið eitthvert, hvar sem mar er staddur í borginni.. því að það er eins og mar sé hvergi, það er eins og hver staður þar, sé leiðin eitthvert annað… hmm… kannski er þetta ekki sérlega skiljanlegt hjá mér.. en þú veist samt, held ég, hvað ég meina…

Topparnir þarna hjá mér, voru heimsóknir í bókábúðir, sem voru oftar en ekki uppfullar af sjálfshjálparritum og Oprah-sorpi!… en það var ævintír að ráfa þar um í tilraun til að fynna eitthvað bitastætt… og bar oft vel í veiði, þannig að þessum búðum er þó ekki alls varnað, og mín mestu útgjöld voru í bókakaupum… Ég er held ég sé endanlega orðinn rykugur flösu-spekingur, þú veist… en ég vona að ég verði aldrei eins og húsgögnin í heimspekiskori, þeas kennararnir þar, nemendurnir eru enn ómótaðir og óspilltir… Allt nema að verða húsgagn!! … heimspeki-mubla! hehe.. anskoti er þetta nú afjúpandi lýsing á þessum sófistum sem sitja þar á beit, í HÍ.. hmm.. ég held að Nietzsche hafi haft rétt fyrir sér um háskólaheimspeki og það sorglega hrun andans sem þessháttar stofnanavæðing stuðlar að!… þeas.. þegar heimspekingar fá borgað fyrir að vera heimspekingar…þá safnast saman fræðimenn eins og flugur á mykju.. til að eiga þar hlýtt og notalegt skjól… en um leið og þeir fá ekki borgað .. þá gerast þeir ritstjórar, skólastjórar, blaðamenn, eða eitthvað allt annað.. og þá fer speki þeirra fyrir lítið.. gufar hreinlega upp… heimspekingar af hinni gerðinni, munu afturámóti ekki geta hætt að vera það sem þeir eru og munu alltaf þurfa að vera.. og speki þeirra og pælingar eru jafn hversdagslegar og nauðsynlegar og klóssettferðir hinna! … stundum finnst mér nefnilega hugsanir þurfa út.. og að mar sé haldinn þrálátri hægðarteppu, hugsana sem vilja út… mig grunar nefninlega að heimspeki hinna raunverulegu heimspekinga séu nauðsynlegar hliðarafurðir (biproduct) tilvistar þeirra… hmm.. eitt enn sambandi við það.. að hugsanir þurfa helst alltaf út.. því að hugsanir sannarlega deyja í hljóði… en nóg af beisku þrasi og fjasi… En… já … eitt enn … mig grunar að við fæðingu vísindanna með kenningu Newtons, fyrir þann tíma var eðlisfræði og annað innan vébanda heimspekinnar, þá hafi stór partur heimspekinnar dáið og visnað, og nú er svo komið að stór hluti hins fyrrum glæsta líkama heimspekinnar er nú ekki annað en hrörnað gamalmenni, sem liggur í kör… ekki fær um mikið meira en að halda um penna og muldra nokkur velvalin orð… hrörnun þessi orsakaðist af því að stór hluti heimspekinnar, hinnar fornu glæstu kempu og stæltu hetju, lifir nú góðu lífi innan raungreinanna og blómstrar sem aldrei fyrr… það er eins og hin forna heimspeki, sem var hin glæsta hetja sem lifir nú aðeins í sögusögnum og minningu okkar, hafi verið skorin í tvennt eða amk skipt og hið besta tekið burt og sett í fóstur hjá hinum nýju og glæstu vísindum (sem er gott mál!), en hinir lakari hlutar, afgangurinn, rusl og rest, hafi fengið að lifa enn undir fyrra heiti, en í alltannarri og rýrari mynd, skuggin af sjálfri sér… Mig grunar að Kant hafi verið afsprengi þessara (háskóla(heim)spekinnar svokölluðu) síðara fyrirbæris… en ég verð þó að viðurkenna að ég þyrfti að kynna mér fræði hans betur, til að geta tekið af um það… Enn þrífast þó sannir heimspekingar .. en þeir þurfa sannarlega að læðast með veggjum, innan þeirrar þunglammalegu stofnunar sem heimspeki er nú orðin, … það er líka hálf sorglegt að sjá hversu illa heimspekin er haldin í dag, og sannarlega er þörf á hinum nýja heimspekingi , sem Nietzsche spáði fyrir um, í Handan Góðs og ills forleikur af heimpeki framtíðar…, en nú ætla ég að láta þetta gott heita af röfli, eða niðurgangi á pappír!… og verð að segja að ég hef létt aðeins á hinni andlegu hægðarteppu sem ég minntist á hér að ofan.

Ekki veit ég afhverju ég var að skrifa þetta í þetta bréf, kannski aþþí ég var að skrifa á annað borð. En ég ætla ekki að stroka þetta út.. aþþí þú hefur kannsi af þessu nokkra skemmtun; kannski einnig áhuga. Þetta er kannski líka ágætis stykkprufa af því sem hrærist í hausnum á mér nú á upp á síðkastið, auk þess sem ég er að stúdera eðlisfræði, kannski er réttara að kalla það gælur en lærdóm.

S.s. þetta er röfl sem á ekki heima neinstaðar, og ekkert frekar í emaili til vinar,.. en af öllum stöðum þá er það kannski besta heimili sem það getur fengið.

Ég sendi þér þennan texta í fóstur, hér með, án frekari málalenginga og óþarfa útskýringa.