ég er ekki alveg viss að þetta eigi heima hérna í heimspeki horninu en þetta á allavega ekki heima annarsstaðar hér á Huga.
Allavega… ég er búin að vera að spá örlítið í sjóninni og hvernig maður sér, aðallega með því að vera að skoða svona þrívíddarmyndir og æfa mig í að sjá þær.
Svo var ég að skoða svona myndir með vini mínum í gærkvöldi. Eitt sem ég tók eftir var að það sem mér fannst fara út úr skjánum fannst honum fara inn í skjáinn og öfugt, það sem mér fannst fara inn í skjáinn fannst honum fara út úr honum. Við prufuðum að skipta um sjónarhorn en ekkert breyttist.
Þess vegna fór ég að spá hvernig þetta virkaði með sjónina? Hvernig mín sjón er til dæmis öðruvísi en hans?

pæling…
*stóra systir Gillans!!!*