Þegar ég dey, þá verð ég þú.
Og þegar þú deyrð þá verður þú einhver annar.
Ef ég geri einhverri manneskju eitthvað illt, þá fæ ég það til baka á endanum.

Ég ætti að hætta að rökræða við mig sjálfan, vegna þess að ég hef rétt fyrir mér þangað til einhver annar neitar því.

Alheimurinn er til vegna þess að ég skynja hann.
Það sem ég skynja ekki, er ekki til.
Þessvegna er guð ekki til hjá mér, þar sem ég hef aldrei séð hann.
Ekki mótmæla mér þar sem þið hafið ekki rangt fyrir ykkur fyrr en þið andmælið mér.