Um daginn datt mér í hug framsetning á þversögninni um mengi sem eru stök í sjálfu sér sem að mér langar til að deila með ykkur. Ekki það að mér finnist hún neitt æðislega merkileg ég vildi bara deila þessu með einhverjum og kærastan hafði lítinn áhuga.

allavega:

Sum orð eiga við um sjálf sig, mér dettur t.d. í hug orðin: nafnorð, stutt og óþjált.

Köllum þau sjálfviðeigandi.

Skoðum svo orðið ósjálfviðeigandi: er það sjálfviðeigandi?

ef það er sjálfviðeigandi þá á orðið við um sjálft sig og er ósjálfviðeigandi,
sem gengur ekki.

ef ef það er ekki sjálfviðeigandi semsagt ósjálfviðeigandi þá á orðið ósjálfviðeigandi við um það og það er því sjálfviðeigandi,
sem gengur ekki.

annars held ég að það sé engin lausn á þessari þversögn önnur en sú að kalla svona mengi bull. ef einhver veit betur þá má hann endilega gleðja mig með leiðréttingu.

takk