Fyrst skipti mitt sem ég fatta að koma hérna inn á Heimspeki og skoða ýmissar fróðlegar greinar, sem er áhugavert en mér langar endilega velta mér upp úr einu sem ég er búinn að hugsa um í talsverðan tíma. T.d. hvað væri ef mannskepnan hefði ekki verið sköpuð, engin dýr né vatn og gróður. Engar plánetur bara
tómt gufuhvolf. Ég hef verið að pæla hvort himingeimurinn sé óendanlegur eða hvað? Eins og sagt er að Guð skapaði heiminn og allt það en hvað ef það væri til önnur vídd með annari manneskju sem skapaði hana hvað ef það eru til margar víddir, hvernig getum við verið fullviss að enginn sé að fylgjast með okkur í tölvu eða kristalkúla ha? hvernig getum við verið fullviss með það. Mér finnst það orðið tímabært að reyna nýta vitkollinn meira en við getum og hugsa hvað ef það væri til annar heimur eða hvert stefnir heimurinn. Hvar í ósköpunum endum við uppi, mér finnst gaman að sökkva ofaní þaulhugsanir eða detta í djúpa drauma og sjá og reyna skilja hvað mögulega er handan við hornið. Hvað býr við bakvið okkur. Ég veit að þið sem lesið þetta fynnst þetta vera tómt rugl og ekki hafa neinn tilgang til að pæla í því svona lagað þarf ekkert að hafa áhyggjur af. En langar ykkur ekki að breikka sjóndeildarhringinn og hugsa í smá stund hvað gæti búið meðal okkar eftir nokkurra ára, hvort það komi geimskip í leit að öðru lífi en því sem það lifir, því það er forvitið og pælir. En það eru svo fáir sem pæla í heimspeki í dag. Nei ok kannski ekki fáir en það er lítill hópur manna sem vill trúa og vita hvort pælingarnar sýnar sýna einhvern möguleika á að vera réttar.


En eins og ég segi eiga örfáir eftir að fatta hvað ég meina því mér finnst fólk pæla allt of lítið í þessu og ef fólk spyr hvort ég er fullur nei! Hvort ég sé 11 ára nei ég er fara í menntó og nei ég reyki ekki dóp, þannig endilega open your mind for more possibility´s