Nokkuð skemmtileg spurningin. Sjálfur er ég á því að hún er algjörlega ónauðsynleg. Það er frekar að maður ræður ekkert við sig að hugsa heimspekilega um heiminn. Heimspekin er þannig eins og hver önnur eðlishvöt, eitthvað í manni þvingar mann til að hugsa heimspekilega.

Ætli það sé ekki bara heilinn, hann hefur yndi af þessu og komi hann upp með góða hugmynd rafmagnast hann allur eins og við kynferðislega fullnægingu, er nema von að maður sé heimspekifíkill :-)

M.