Ég heyrði sögu um Íslending sem var einhverstaðar í útlandinu að læra Heimspeki. Á prófi sem hann tók var aðeins ein spurning og hljóðaði hún svo:

Er þetta spurning?

Og Íslendingurinn svaraði: Ef þetta er spurning þá er þetta svar, og fékk vel að merkja 10 á prófinu.

Hvað finnst ykkur um þetta svar?


Ps. Ekki veit ég hvað maðurinn heitir/hét en það fylgdi sögunni að hann hafi lítið lært vegna drykkjuskapar þessi ár sem hann var þarna en samt komist tiltölulega auðveldlega í gegn.

Saxinn
Vestur Saxlandi