Sæl, ég var að velta fyrir mér andstæðum. Hvað skilgreinir anstæður? Andstæður eins og svart og hvít, hratt og hægt, inn og út o.s.frv. Besta dæmið um andstæður eru kannski plús og mínus því þau eru það augljóslega enda tákn andstæða. Plús og mínus vega hvorn annan upp þannig að ég álykta að andstæður verða að vegahvort aðra upp til að geta kallast andstæður. Inn og út vega hvort annað upp, en hratt og hægt gera það ekki, bæði eru þetta jákvæða hugtök þ.e bíllinn fer áfram hvort sem hann fari hratt eða hægt. Eru þá hratt og hægt ekki andstæður?<br><br>BF1942: Torquemada
<a href="http://www.simnet.is/fantar">Fantar</a