Ég er með kenningu sem ég hef verið að pæla í lengi vel!
Eins og þið hafið væntanlega heyrt, þá hefur fólk sem var komið hálft inn í dauðann en lifnað við rétt áður, sagt að það hafi séð eins konar ormagöng, þið væntanlega vitið líka að það er mögulegt hægt að ferðast í tímann með ormagöngum.
Mín kenning er sú að þegar þú deyrð þá ferðu yfir lífið þitt, með því að semsagt fara aftur í tímann og sjá svona yfirlit yfir hvernig þú hefur lifað!!
Þetta er að sjálfsögðu bara kenning en hún hefur nú vit í sér!!
Mér þætti vænt um að fá coments við þessu og sjá hvað t.d. þér finnst um þetta!!
Þetta er að vísu nokkuð óljós og kanski ótrúleg kenning en er það ekki eins og kenningar eru, þetta er nú varla óljósara en að það sé himnaríki eða líf eftir dauðann.
Ég trúi nú ekkert mikið á það en það sem ég held er einmitt að maður bara deyr og það séu bara endalokinn en að áður en maður deyr að þá fær maður sitt síðasta look yfir lífið sitt!!