hafið þið talað við strangtrúað fólk, það er einstakt og aðdáunarvert að yfir því fólki hvílir ákveðin ró og sannfæring sem veitir því öryggi, sannfæring þeirra er það sterk að hún er hafin yfir alla skynsemi. ég er ekki að segja að það sé góður hlutur endilega, því að allar öfgar í mannlegu samfélagi eru slæmar og það er sannað mál að trúarbrögð ýta undir þröngsýni, en hinsvegar er þetta eitthvað sem veitir þeim ró og hamingju á sínu stutta æviskeiði, sem er jú aðalatriðið, að lifa lífinu hamingjusamur, þannig að… ef manni sjálfum byðist eitthvað “fíkniefni” sem veitti manni mikið til samfleytta hamingju það sem eftir er, mundi maður ekki taka því… ég tek það fram að ég sjálfur er staðfastur trúleysingi en ég er einfaldlega að segja að ég skil afstöðu þeirra…