Í framhaldi af umræðum hér að fram um óræðar tölur langar mig til að varpa fram spurningu til að kanna hvort til sé svar við. Þar sem þessi þraut er heimatilbúin þarf kannski aðeins að slípa hana til, en takið viljan fyrir verkið:

Ímyndum okkur að við höfum tvær tölvur sem í það óendanlega skrifa út runu af tölum á milli 0 og 9. Tölva (A) á að giska á næstu tölu sem tölva (B) prentar út. Vél (B) er þannig hönnuð hún kemur alltaf upp með aðra tölu en vél (A) giskaði á. Upphafsgildið er 0,1. Ef (A) giskar á vitlausa tölu verður hún að giska aftur. Eina leið (A) til að losna úr þessari lúppu er að segja til um lokastærðina, þannig að allar tölur sem (B) gefur upp enda í þessari stærð. Losnar (A) út úr þessum vítahring?

M.