Lang flestir finna til.
Lang flestir hafa tilfinningar.
Rafboð og einhver efnaflæði í heilanum sem láta okkur halda að við séum ástfangin, reið eða hvað sem er.

Er hægt að venja sig af tilfinningum og lifa tilfinningalausu lífi?
Væri það betra?
Líf án haturs, reiði, eigingirni, sjálfsdýrkunar, meðaumkvunar, ástar, og væntumþykju …
Er það líf?

Er það tilfinningaleysi þegar við drepum okkur til gamans?
Er það tilfinningaleysi þegar við drepum okkur til matar?
Þegar krakkar sameinast um að leggja einhvern í einelti.
Standa í hring og sparka í hann liggjandi.
Er það tilfinningaleysi?
Hugsunarleysi?
Er það það sama?

Getum við sleppt því að finna til andlega?
Sleppt því að elska.
Sleppt því að hata.
Eru þessar tilfinningar sjálfskapaðar?
Maður getur hamið t.d stress og ótta, afhverju ekki allt hitt?

Kanski ekki mikil heimspeki, en mér finnst þetta alveg verðug pæling.