Ég sá grein hér sem átti víst að fjalla um einhverskonar tilgang, og þó svo að það se´heilmikið vit í henni er ég samt búinn að pæla dyggilega í þessu, og komst að minni endanlegur niðurstöðu.

Við höfum einn tilgang. Bara einn. Og hann er að fjölga okkur.

Ef við lítum aðeins á þetta þá eru til nokkur dæmi til stuðings á þessu. Til dæmis flugur. Húsflugur lifa í 24 klukkustundir og það er rétt svo nóg til að eignast afkvæmi og svo deyr hún bara. Enginn tilgangur eða neitt fínt dúllerí. Bara að fjölga sér og mæta skaparanum.

Lúðan hrygnir til dæmis og deyr svo strax á eftir. Hún lifir ekki einu sinni til að sjá afrek lífs síns, annars myndi hún líklega borða það.

því er ég að pæla hvort það geti verið að við séum ekkert svo frábrugðinn þessum tvem dýrategundum og fleirum ef til vill sem ég veit bara ekki af. Að okar eini tilgangur sé að fjölga okkur.

þið ráðið hvað þið haldið
Lifi Byltingin