Ég lærði á grunnskóla að ef að maður hefur barn með náskyldum ættingja með genin mjög lík þá eru miklar líkur á því að barnið verði fatlað eða bara “gallað”. Það sem ég var að pæla í hvernig byrjaði þetta? Voru ekki “allar” manneskjur náskyldar í byrjuninni? Erum við ekki þá öll fötluð og fólkið sem að við köllum fatlað er þá bara 2-3x meira fatlað? Líka var ég að pæla í hvort að þetta sé ekki brennimerkt sem syndgun og þannig og sé ekkert líffræðilega hættulegt? Ég meina… hver pælir í því að hafa samneyti við systur sína eða bróður ef út í það er farið?

Ef að þið ætlið að koma með brandara um kynhneigð mína á eikkern hátt þá endilega merkið hana eitthvað annað svo að maður getur bara sleppt því að lesa það og farið aftur útá róló frekar en að hanga á heimspekikorki.