Ég ætla bara að láta það í ljós að sem einstaklingur þá er þetta mín skoðun eða minn skilningur sem ég er að deila með ykkur hinum svo ef þið eruð í „Að vita heimspeki 78“ samtökunum þá stendur það í stjórnarskránni að ég má hafa mínar skoðanir eins mikið sem þær eru réttar eða rangar.
Ég ætlaði að senda þessa umræðu mína sem kork en ætla nú að senda hana inn sem grein, en ef henni er hafað þá ert þú sennilega að lesa hana núna í korkinum „Heimspekilegar umræður“ hér á honum Huga.

Jájá, ég veit. Þú og þínar bjévítans kýniska köst á kannanir. Ég læt mig hafa það að þurfa að þola hróp og níðingsköst og held hér áfram.

Til stjórnenda huga.is/heimspeki, lesenda og ekki lesenda.

*****VARIST AÐ TAKA ÞETTA FYRIR ANNAÐ EN ÞAÐ ER*****

(sem er að „vita“ um heimspeki).

Og hér kemur það.

Hvor stjórnandinn veit meira um Heimspeki?

Nei og aftur nei!#!

Því eins og Sókrates sagði(orðrétt eða ekki): „Ég veit ekki neitt“.

…og var hann vitrastur allra.

Heimspeki er ekki sem maður veit eða kann. Þú lærir ekki heimspeki í bóklegu námi nema þá hugsanlega heimspeki sögu, sem á ef til vill eftir að hjálpa manni fyrst um sinn í leitinni af eðli heimspekinnar.

Hvað er heimspeki?

Eins og ég gaf álit mitt í ljós þá er það ekki eitthvað sem þú veist. Til að vita eitthvað þá verður þú að lesa og læra um hana og þú lærir ekki heimspeki. Heimspeki er meira og eldra og mun alltaf vera hluti af öllu, því það er allt (mjög teygjanleg og frkáls skýring). Heimspeki er eitthvað sem þú verður að finna í orði eða í myndum eða tilfinningum eða hvernig sem finnur fyrir henni bara þúst alles bara gg (heilsu bull þúst ;). Heimspeki er eitthvað sem allt og allir geta fundið fyrir t.d. íþróttakappinn í frelsi holdsins, bókaormurinn í leik orða, tónlistamaðurinn með tónum vindsins, í grátri og gleði, í kátínu og fílu, í ást og hatri, í skilningi og útskúfun, í skúffu eða skápi.

Maður „veit“ ekki heimspeki því þú ert heimspeki. Það er kostur þessa að geta undrast. Heimspeki er.

Njótið heil,
FragGe