“Dauðinn kemur okkur ekki við. Á meðan við lifum er dauðinn ekki hér. Og þegar dauðinn kemur þá erum við ekki lengur til. (Þannig séð hefur eiginlega ekki nokkur maður haft ama af því að vera dauður).
Epikúros (341-270 f.o.t.)”

Þetta er fallegt hjá honum Epikúros, við þurfum ekkert að vera að hafa áhyggjur af dauðanum. En þetta er bara ekki svona.

Ef við þurfum ekki að hafa áhyggjur af dauðanum, þurfum við ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Ekki áhyggjur af morgundeginum, ss lifa fyrir daginn í dag.

Að lifa fyrir daginn í dag er vel hægt, en það er ekki hægt að lifa þannig, og um leið skipuleggja sig eða gera áætlun. Þal virkar þetta “ráð” eða speki Epikúros aðeins fyrir þá sem eru tilbúnir að lifa lífi sínu þannig að þeir láta kylfu ráða kasti. Þeas að þetta virkar aðeins fyrir fólk sem er tilbúið til þess að láta tilviljunina eina ráða um það hver framtíð þess verður.

Vissulega er tilviljunin ófrávíkjanlegur valdhafi hvað varðar framtíð og örlög hverrar lifandi veru, tala nú ekki um þær verur sem hafa ekki vilja.

En við komum etv að kjarna málsins hér, með því að minnast á vilja. Hvað er vilji? Ég ætla ekki að skilgreina hann sérstaklega, heldur að sætta mig við hversdagslegan yfirborðsskilning hér. En ef við ætlum að lifa skv speki Epikúrosar verðum við að geta afsalað okkur okkar eigin vilja. Því fylgir mikill léttir, því að allt verður jafn ágætt, eða ekki ágætt. Hvað er ágætt hættir raunar að hafa merkingu, því að vera án vilja hefur enga skoðun á því hvað er betra eða verra, hlutirnir eru bara.

En mig grunar að þó það væri hægt að afsala sér viljanum algerlega, og þal praktísera speki Epikúrosar, þá séu fáir tilbúnir til slíks. Ég spyr líka hvort þvílíkt sé gagnlegt eða æskilegt. En það veltur auðvitað endanlega á vali einstaklingsins hvort hann eða hún afsalar sér vilja sínum. Afsal viljans byggist því á vilja til þess arna, þegar allt kemur til alls. Etv þarf líka að rækta viljan til viljaleysis stöðugt, til þess að halda viljaleysinu við. En er slík manneskja, sem er “án vilja” (eða viljug til viljaleysis) ekki farin að bæla niður sína náttúrulegu virkin, eðli sitt, verður hún ekki bara verkfæri heimsins. Er það málið?

Já þetta snýst um Grundvallar Tilgang Lífshlaups (GTL), þeas hver manneskja hlýtur að þurfa að rekja allar sínar ákvarðanir að þessum grundvallar tilgangi síns eigin lífshlaups (GTL) til þess að réttlæta ákvarðanir sínar. Þal gæti speki Epikúrosar hentað sumu fólki með samhæfanlegan GTL. En ég leyfi mér að efast um að margir hafi það GTL sem er nauðsynlegt til þess að afsala sér vilja sínum, auk þess sem ég tel að ef við lítum á náttúruna þe lögmál hennar, Gundvallar Lögmál Náttúrunnar (GLN), þá mun Epikúrískur lífsmáti ekki rekast vel til lengdar í kerfi GLN. Manneskja sem fylgir speki eins og kom fram hér að ofan, afsalar sér lífsbaráttu sinni. Ég tel það líklegt skv GLN að slíkar verur verði undir, í miskunnarleysi náttúrunnar. Því miður sannarlega, því miður auðvitað; það hlakkar ekkert í mér yfir þessu.

En þessi speki er þó æskileg við ákveðnar aðstæður, enda er hún upprunnin úr slíkum jarðvegi. Við þær aðstæður, að lífvera með vilja er þvinguð til að lúta öðrum vilja en sínum eigin vilja, er sú að ferð að neita sjálfum sér sínum eigin vilja, aðferð til að lifa af. Ss undir gýfurlega erfiðum aðstæðum er speki Epikúrosar etv lífsnauðsynleg til þess að halda geðheilsu. Við aðstæður kúgunar, af náttúrunnar hendi, eða af hendi samborgara sinna, eða undir öllum þeim kringumstæðum þegar manns eigin vilji er ekki frjáls, getur verið nauðsynlegt að “slökkva” á vilja sínum, til þess að lífsbaráttan sé bærileg, jafnvel svo hún sé bara möguleg. Enda var Epikúros upphaflega þræll ef ég man rétt. En sú staðreynd eru ekki rök fyrir því sem ég er að segja, heldur einfaldlega eðli spekinnar sem frá Epikúros er runnin.

Ég er á því að þessi speki sé “tæki” til þess að lifa af. Þal er hún afstæð við aðstæður. Hún er tæki hins kúgaða til að geta umborið tilveru sína, og það er vel. En í dag í nútíma samfélagi held ég að aðstæðurnar gætu ekki verið ólíkari aðstæðum þess sem lifir við slíka kúgun að hún kalli á “slökknun” viljans.

Ég vil raunar líta á sama hátt á hverskyns trúarbrögð, þó gætu verið undantekningar, að þau séu í raun “tæki” á sama hátt að speki Epikúrosar er í raun einskonar “tæki” til að umbera lífið.

En ef speki Epikúrosar er “tæki” til að lifa af, umbera tilveruna, eða bara gera sér hana bærilegri, þá hlýtur GLN að vera ráðandi, eða ríkja yfir þessum “tækjum”; þar sem þau eru í raun bara ein aðferð okkar til að lifa af sem tegund eða einstaklingar, líkt og eldur, föt, steináhöld, og allt annað sem við notum okkur til gagns í lífsbaráttunni.

Niðurstaðan má því taka saman í tvo þætti:

(1a) Spekin sem handklæðið lýsir, er í raun “tæki” í lífsbaráttu okkar.

(1b) Tæki þetta er afstætt við aðstæður eins og öll önnur tæki.

(2) Aðstæður í nútíma samfélagi kalla ekki á beitingu þessa “tækis”. Beiting þessa “tækis” væri frekar óæskileg ef eitthvað er, til farsældar miðað við nútímann.

Kv.
VeryMuch
<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h