Ég er þeirrar skoðunar að það sé eitthvað afl þarna úti sem allir trúa á. Það trúa allir á það sama, þ.e. eitthvað afl sem hjálpar okkur í gegnum illt og ef við fáum hamingju er það “aflinu” að þakka, ef eitthver deyr er það “aflinu” að kenna - Aflið er yfir okkur hafið. Ef fólk lenndir í hremmingum á það til að hættaáð trúa á aflið og ákveða að það er ekkert afl og að allt sem gerist er eintóm tilviljun. Síðan á fólk það til að skipta um trú og ákveða að það sér að t.d. að annar guð sé hinn rétti guð.

Þeir sem trúa á það góða verða að trúa á hið illa, hlutirnir verða að fá jafnvægi. Það er ekkert eitt gott en ekkert vont. Ef þú trúir á Guð, þá trúir þú að djöfullinn sé til. Það hefur orðið sá vani hjá mér að ef eitthvað gott gerist mun eitthvað vont gerast í kjölfarið, það gerist alltaf og síðan öfugt. Það er mín trú. Það er jafnvægið milli hinu góða og hinu vonda. Ég held að margr geri hið sama. Hvernig væri heimurinn ef það væri ekkert vont. Einn sólskinsdagur allt frábært og himnsekt, einmitt himnekst, of gott til að vera satt. En mér finnst heimurinn hafa farið á hinn veginn í dag, það er allt illt. Það er stríð útum allt menn fagna í U.S.A ef þrjátíu menn látast í Írak en þar ríkir sorg. Ef við erum öll kominn af einum og sama guðinum þá væri heimurinn ekki svona. Við erum auðvitað öll af ólíkum uppruna og eigum erfitt með skilja hvers vegna aðrir eru svona.