Ég fór aðeins að pæla, við segjum að heilinn í okkur sé allveg rosalega þroskaður, sem að hann er, svo í bíómyndum oft þegar að geimverur koma við sögu, þá er sagt að mannsheilinn sé svo ófullkominn.

Maðurinn er nú samt búinn að nota þennann “ófullkomina” heila til að finna upp helling af hlutum, hjólið, símann, farartæki sem að geta flogið og allt þetta.
Samt náum við ekki að skilja hugtakið “endalaust”. Þið hugsið örugglega: “ha? Endalaust, það er bara það sem að endar ekki”
Það er nefnilega ekki svo einfalt, t.d. má segja að hringur sé endalaus, en hvernig er hægt að útskýra það að geimurinn sé endalaus?

Þetta er einmitt svoleiðis, heilinn í okkur er stór og við erum klár, getum talað og svoleiðis, en heilinn er samt ekki næstum því fullkominn. Við notum rúmlega einn tug af heilanum okkar. Hugsiði út í það þegar að maðurinn er búinn að þróast enn meira og við notum enn meira af heilanum, þá gætum við kannski skilið hugtakið “endalaust” betur.
…djók