Ég hef verið að velta því fyrir mér síðast liðna daga hvor það
sé satt að flestir heimspekingar séu léttruglaðir og hvort þeir eru sérstakir á einhvern hátt en aðrir og hvort þeir hafa öðruvísi viðhorf til hluta en við hin.
Ég þekkti einu sinni mann sem var mjög sérstakur og síðan fór ég að ræða við hann og ég komst að því að hann væri heimspekingur. ég hélt áfram að ræða við hann og hann vildi t.d halda því fram að engir litir væru til og að þetta væri aðeins einhver skynjun hjá okkur, sem væri ekkert mikilvæg í lífinu.
Þetta varð af miklum rökræðum milli okkar hann kom alltaf með síðan listrænu ástæður en ég bara vildi ekki samþyggja þessa sérvisku hans því þetta var einfaldlega bara bull og þvæla og núna hef ég ekki talað við manninn í 1 ár því mér finnst hann vera svo leiðinleg persóna.