Okei, þessi líking passar kannski ekki við alla, en vel marga.

Pælingin mín er svona: lífið er eins og rúbrik kubbur. Maður snýr og snýr til að reyna að fá rétta lausn á málinu og loksins þegar maður fær rétta lausn ´þá horfir maður á hann í smástund og ruglar honum aftur því maður vill gera það allt uppá nýtt.

Þannig að mín pæling var sú að í lífinu er maður að leita að hamingjunni, á leiðinni verður maður algjörlega brjálaður og vill gefast upp. En maður pínir sig áfram og að lokum finnur maður hamingjuna, en bara um stundarsakir. Maður verður leiður á henni eftir smástund og vill finna eitthvað betra.

Endilega komið með eitthvað á móti þessari grein, því að annars verður engin umræða.