Upp á síðkastið hef ég verið að lesa bókina Veröld Soffíu, eftir Jostein Gaarder.
Bókin fjallar um Soffíu, en hún er norsk stelpa sem er alveg að verða 15 ára. Einn góðan veðurdag fær Soffía ófrímerkt bréf merkt sér, frá manni sem hún þekkir ekki neitt. Í bréfinu talar hann um heimspeki. Hann byrjar á að tala um hvernig heimurinn hafi orðið til. Bréfin verða alltaf fleiri og fleiri og heimspekingurinn sem skrifar þau fer nánar út í sögu heimspekinnar, gríska heimspekinga og heimspekikenningar. Inn í söguna fléttast svo stelpa sem er nákvæmlega jafn gömul Soffíu, Hilda, en Soffía fer að fá kort sem pabbi Hildu sendir Hildu frá Libanón. Bókin er eiginlega tvískipt, i öðru lagi þegar sagt er frá Soffíu og hins vegar þegar Alberto (heimspekingurinn) og Soffía tala um heimspeki. Mér finnst þetta mjög góð bók og fræðandi.


Er einhver hér sem hefur lesið þessa bók? Ef svo er, hvernig finnst ykkur?